Þú átt eitt líf.. Veldu Fitlíf

Árangurssögur

Árangurssögur

 

Sævar Örn Arason


Ég byrjaði fyrir 3 árum síðan að taka líf mitt í gegn og fara að borða hollt. Hafði oft lent í því að grennast og fitna á víxl. Aníta og Elmar tóku mig að sér og settu upp þjálfunarplan og matarplan sem er í reglulegri skoðun ásamt vigtunum og mælingum.  Í byrjun þurfti ég að taka á matarfíkn sem tekst einn dag í einu og verður ekki fjallað um sérstaklega hérna. En eftir því sem fíknin hvarf og orkan fór að aukast þá jókst löngun til að hreyfa mig meira. Með þeirra hjálp og því sem ég nefndi hér áðan hefur mér tekist að losna við 25 kg á undraverðum tíma. Ég er bæði ánægðari og orkumeiri en ég hef áður verið. Síðan eftir því sem ég hef sett mér frekari markmið um að fylgja matarplaninu alveg nákvæmlega þá hef ég öðlast hugarró og nýja sýn á lífið einmitt í gegnum þessa vegferð í líkamsræktinni og að hugsa um heilsuna. Ég segi því hiklaust að það er algjör grunnur að vellíðan bæði í einkalífi og starfi að hafa aðgang að slíku fagfólki sem styður mann og veitir aðhald svo manni sé unnt að ná markmiðum sínum.

Aníta sé aginn minn.

Elmar sé minn kraftur.

Segi bless við sykurinn.

Sé þig ALREI aftur.

Enda varð það raunin.

Takk fyrir ykkar þátt í þessu Elmar og Aníta. Þið eruð uppáhalds vöðvanaggarnir mínir og ef ég slæ slöku við uppáhaldsvöðvaseggirnir mínir.

 

Halldóra Halldórsdóttir

Halldóra kom til okkar í einkaþjálfun í byrjun febrúar og vildi léttast, styrkjast og auka þolið. Núna um fjórum mánuðum síðar hefur hún misst heil 16 kg! Það eru farnir 63 cm í heildina, þar af -16 cm af kviðnum og -13 af mittinu. Hún hefur bætt á sig töluverðum vöðvamassa og líkaminn hefur mótast mikið 🙂 Þar að auki hefur styrkur og þol aukist til muna, enda komum við inn á hverja einustu æfingu með það hugarfar að við ætluðum að toppa okkur frá fyrri æfingum. Best af þessu öllu er samt að hún er farin að elska og tileikna sér þennan holla lífstíl bæði í æfingum og mataræði.
Það er búið að vinna gríðarlega hart að þessum árangri undanfarna mánuði og Halldóra má vera stolt af sjálfri sér, enda erum við virkilega stolt af henni.
Myndirnar tala sínu máli.

 

Valþór

 

Valþór kom til okkar í fjarþjálfun í lok feb 2014. Hann langaði til þess að lækka fituprósentuna, auka við vöðvamassann og styrkja sig. Núna tæplega ári síðar er hann búinn að umbreyta skrokknum á sér með markvissum æfingum og vel skipulögðu mataræði. Hann er búinn að skera vel af fitunni og bæta á sig helling af vöðvamassa. Svo er hann búinn að styrkjast vel á þessum tíma. Hrikalega vel gert hjá Valþóri og við erum rosalega stolt af honum. Til hamingju með þessar

 

Steinunn Björg

Ég byrjaði í fjarþjálfun hjá Anítu í byrjun maí 2016 og er enn hjá henni. Ég hélt ég myndi gefast strax upp og ná engum árangri, en með svona mikin stuðning frá þjálfara er allt hægt. Aníta heldur mjög vel utanum sína kúnna og talar við okkur í hverri viku, hvernig vikan gekk og þess háttar. Skammar mann og peppar eftir bestu getu 😉 Betri þjálfara get ég ekki hugsað mér, mæli 200% með þeim. Skemmtileg og krefjandi prógröm, fagmenn frammí fingurgóma sem vita hvað þau syngja 🙂

 

Birgit Myschi

 

Ég veit varla hvar ég á að byrja. Birgit kom til okkar í þjálfunar í byrjun ársins 2016 og var myndin tekin í október 2016 ca. Markmiðin voru að léttast um 30 kg, bæta þol og vöðvamassa, þá sérstaklega í kringum axlir.
Hún er búinn að bæta sig alveg svakalega síðan hún kom, enda þekki ég fá sem æfa af annarri eins hörku og hún gerir og alltaf var brosað eða helgið í mestu átökunum pastedGraphic_6.png😀 Ég man að þetta hvatti mig sjálfann áfram til að æfa enn harðar þegar ég var að undirbúa mig fyrir síðasta mót.
Síðan við byrjuðum hefur hún misst rúmlega 105 cm af skrokknum og þar af 25 cm af bæði kvið og mitti, kílóin hafa líka fokið en þau eru rúmlega 23 sem eru farin!
Birgit lenti í bílslysi árið 2011 og var enn slæm í baki og öxlum eftir það. Fyrstu vikurnar tók hún 4kg í axlarpressu og náði nokkrum endurtekningum með með naumindum, en mjög fljótlega fór styrkurinn vaxandi og nú lyftir hún 25 kg í axlarpressu með stöng.
Þegar fór að líða á veturinn setti Birgit sér markmið um að hún vildi hlaupa 10km í Reykjavíkurmaraþoninu. Þegar hlaupaæfingar hófust tókum við meðal annars spretti á hlaupabrettinu, við vorum að rifja upp fyrir stuttu að fyrstu sprettirnir sem við vorum að taka voru á hraða 6, nú hitum við upp á hraða 6 og tökum spretti á hraða 17. Birgit kláraði síðan 10 klómetra í Reykjavíkurmaraþolni núna í sumar með glæsibrag.
Við erum gríðarlega stolt og ánægð að hafa svona flotta og duglega kúnna hjá okkur, virkilega gaman að sjá fólk gjörbreyta lífstílnum með hreyfingu og breyttu mataræði.Til hamingju Birgit.

Enn þann dag í dag æfir Birgit af miklum krafti og gefur ekkert eftir.

hrikalegu flottu bætingar

 

Oddur 

Oddur kom til okkar í fjarþjálfun fyrr á árinu og vildi massa sig upp. Nú er hann búinn að vera hjá okkur í tæplega ár og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Hann er búinn að bæta á sig helling af kjöti og lækkað fituprósentuna hjá sér. Einnig er hann búinn að styrkjast vel á þessum tíma. Við erum stolt að hafa svona flotta kúnna hjá okkur. Hrikalega flottur árangur hjá þér Oddur.

 

Hjónin Ásta og Halldór

Við verðum að segja ykkur frá hjónunum frá Efra Seli, þeim Halldóri og Ástu. Þessi mögnuðu hjón byrjuðu hjá Elmari í einkaþjálfun síðasta vor 2017, tóku sér frí frá tækjasalnum yfir sumarið en eru nú aftur komin á fullt. Þau mæta 2 sinnum í viku í lyftingarsalinn, spila golf, stunda dans, synda, skokka og skíða á veturnar. Bætingarnar hafa ekki látið á sér standa en þau styrkjast og bæta þolið í nánast hverjum tíma, vel er tekið á því og ekkert er gefið eftir?Að þeirra eigin sögn líður þeim betur eftir að þau fóru að stunda æfingar, skrokkurinn betri og þol og styrkur hefur aukist.
Það trúa því kannski ekki allir en Halldór og Ásta eru komin fast að sjötugu, og sýna þar með því að aldur er einungis tala á blaði og það er sko aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt. Þau eru sannkallaðar fyrirmyndir og ef ég verð með tærnar þar sem þau eru með hælana á þeirra aldri þá verð ég hæst ánægður.
Þegar þau fóru í dans í gær voru þau spurð hvort þau ætluðu að verða 100 ára. Við ákváðum svo á æfingu í dag að þau yrðu 100 ára, við hestaheilsu og minnið gott, nema því sem yrði gleymt

 

Bjarni Lárusson

Bjarni Lárusson kom í fjarþjálfun í nokkra mánuði á meðan á námi hans og okkar stóð á Laugarvatni. Hann vildi koma sér í from fyrir körfuboltatímabilið, sem hann heldur betur gerði, og gerði það vel.

 

Friðbjörn

Hér má sjá sviðsmynd af honum Friðbirni góðum félaga úr íþróttafræðinni. Elmar þjálfaði Friðbjörn fyrir sitt fyrsta mót í unglingafitness á Íslandsmótinu 2014, hann komst í úrslit og endaði í 5 sæti. Glæsilegur árangur hjá honum enda náði hann gífurlegum bætingum. Hann stóð sig gríðarlega vel í undirbúningnum og gaf sig allan í þetta. Friðbjörn náði þessum árangri á heilbrigðan hátt með stífum æfingum og mataræði, án allra ólöglegra efn