Þú átt eitt líf.. Veldu Fitlíf

Um okkur

Aníta Rós Aradóttir

 

Menntun 

Stúdent af íþróttabraut

B.s. Íþrótta- og heilsufræðingur

Triggerpunktanámskeið 1. og 2.

Bootcamp þjálfararéttindi

Reynsla

Bikarmeistari í módelfitness 2016 og Overall sigurvegari 2016

Íslandsmeistari í módelfitness 2017 og Overall sigurvegari 2017

Ásamt fleiri verðlaunasætum í fitness

Fitnesskeppnir erlendis, þ.e. Norðurlandamót, Evrópumót og Heimsmeistaramót

Fyrrum þrekmótakeppandi

Fjarþjálfari frá árinu 2013

Einkaþjálfari í worldclass frá árinu 2016

Hver er Aníta?
Ég er fædd og uppalin í Hveragerði, hef verið í íþróttum frá blautu barnsbeini  þ.e. fimleikum, körfubolta og fótbolta. Ég hafði alltaf verið áhugasöm um hreyfingu og heilsu og fundist vel ræktaðir líkamar vera heillandi. Þegar ég byrjaði í framhaldsskóla hætti ég í fótbolta og byrjaði að borða skyndibita, ég fitnaði hratt og örugglega um 15-20kg á stuttum tíma og hafði ekkert þrek né sjálfstraust. Mér leið illa svona og ákvað því að taka málin í eigin hendur. Ég byrjaði í ræktinni og fór að hugsa um mataræðið. Smátt og smátt náði ég af mér aukakílóunum, jók þrek og styrk og upplifði þá dásamlegu tilfinningu að sigra sjálfa mig. Ég fann hvað sjálfstraustið jókst og mér leið vel í eigin skinni. Margir fóru að leita ráða hjá mér, þó ég vissi í raun ekki neitt, en þá kveiknaði áhuginn hjá mér og vita allt og hreyfingu, mataræði og hvernig skyldi efla heilsu og líkama. Ég byrjaði í bootcamp og skráði mig á íþróttabraut í FSU.  Að stúdentsprófi loknu keppti ég á hinum ýmsu þrekmótum og fannst það stórskemmtilegt. Ég var einnig byrjuð að lyfta og fannst magnað að sjá hvernig ég gæti mótað líkamann eins og leir, út frá því fékk ég áhuga á fitness og skráði mig í keppnisþjálfun. Ég keppti á fyrsta mótinu mínu 2012 og hafnaði í 4.sæti, síðan þá hef ég keppt mörgum sinnum og finnst fitnessið alltaf jafn frábærlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Ég elska og lifa fyrir það að challenga og sigra sjálfa mig!

Árið 2013 Flutti ég á Laugarvatn þar sem ég hóf nám í Íþrótta- og heilsufræði hjá Háskóla Íslands. Þar lagði ég áherslu á þjálfaralínu og meðan á náminu stóð kynnist ég Elmari og við fengum þá hugmynd að byrja með fjarþjálfun sem við höfum verið að þróa síðan þá. 2015 útskrifaðist ég með B.s. gráðu í Íþrótta- og heilsufræði. Ég starfaði eina önn á leikskólanum á Laugarvatni sem íþróttakennari og fluttist svo á Selfoss með Elmari þegar ný og glæsileg Worldclass stöð opnaði þar í janúar 2016, og þar hef ég starfað síðan.

Árið 2018 eignumst við Elmar okkar fyrsta barn og fáum við þá að upplifa allar þær breytingar sem fylgja bæði meðgöngunni og litlu barni. Það var skemmtilegt verkefni að æfa á meðgöngu og koma sér aftur í gott stand eftir barnsburð. Mitt aðal markmið var þó á þessum dýrmæta tíma að æfa og borða holla fæðu fyrst og fremst til þess að líða vel, líkamleg og andlega.

Markmið mitt með mínu starfi er að kenna fólki að tileinka sér heilbrigðan og hamingjusaman lífstíl í þeirri von að fólk fái að upplifa þá dásamlegu tilfinningu sem ég fékk að upplifa þegar ég breytti mínum eigin lífstíl.

Elmar Eysteinsson

 

Menntun

 Stúdent af félagsfræðibraut á sálfræðistigi

B.s. Íþrótta- og heilsufræðingur

Reynsla

Íslandsmeistari í fitness karla 2016

Ásamt fleiri verðlaunasætum í fitness

Fjarþjálfari frá árinu 2013

Einkaþjálfari í Worldclass frá árinu 2016

Hver er Elmar?
Ég er fæddur á Sauðárkróki, uppalinn þar og á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar mínir búa á sveitabæ í Skagafirði og þangað er alltaf gott að fara og eyða tíma með fjölskyldunni, fara í reiðtúr og góða slökun. Ég fór í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og þar kveiknaði áhugi minn á líkamsrækt. Við félagarnir byrjuðum að lyfta með biblíuna hans Arnolds Schwarzenegger við hendina.

Fljótlega vorum við farnir að æfa 2-3 tíma á dag, borðandi hrá egg og súrt skyr. Að stúdentsprófi loknu 

fluttist ég til Reykjavíkur en fílaði ekki borgarmenninguna og flutti á Laugarvatn þar sem ég hóf nám hjá Háskóla Íslands í íþrótta- og heilsufræði, þar lagði ég áherslu á þjálfaralínu og líkaði vel. Á þriðja árinu mínu kynntist ég nýnemanum  Anítu og við byrjuðum saman fljótlega eftir það. Við hófum fjarþjálfun Elmars og Anítu 2013 og fundum þá að þjálfun var eitthvað sem okkur þótti frábært. Árið 2013 útskrifaðist ég úr skólanum með B.s. gráðu í Íþrótta- og heilsufræði og var B.s. lokaverkefnið mitt Handbók í lyftingum sem fékk góðar móttökur. Á meðan Aníta kláraði námið sitt starfaði ég í íþróttahúsinu á Laugarvatni ásamt því að einkaþjálfa og fjarþjálfa. Það var frábær tími á Laugarvatni.
Við Aníta fluttum á Selfoss þegar nýja World class stöðin opnaði í janúar 2016 og þar erum við enn í dag.

Markmið mitt með þjálfun er að gera lífstílsbreytingu hjá fólki og kenna því að lifa heilbrigðu lífi og ná árangri á markvissan og góðan hátt.