Þú átt eitt líf.. Veldu Fitlíf

Upplýsingar Fyrir Þjálfun

 

Einkaþjálfun

Einkaþjálfun fer fram í World class Selfossi. Fólk velur um fjölda tíma í viku, 1x,2x eða 3x í viku og þjálfari og einstaklingur koma sér saman um ákveðna fasta tíma í þar sem þeir hittast og taka æfingar. Einnig er hægt að velja um hvort einstaklingur æfi einn, eða með félaga eða félögum. Hægt er að vera 1-4 saman í senn og er verð mismunandi eftir því og eftir fjölda tíma í viku. 1 tímabil í einkaþjálfun miðast við 4 vikur. Greiðsla fer fram í fyrsta tíma og ef einstaklingur mætir ekki í þá tíma sem hann á pantaða, þá missir hann af þeim tímum nema um annað sé samið.
Innifalið í einkaþjálfun er ástandsmæling í upphafi og enda námskeiðis. Æfingaráætlun sem notast er við á æfingum, mataráætlun, aðhald og stuðningur.
ATH einstaklingar þurfa að eiga kort í stöðina til að geta verið í einkaþjálfun og verð fyrir þjálfunina og aðgangskort óháð hvort öðru.

Fjarþjálfun

Fjarþjálfunin fer alfarið fram í gegnum netið. Í framhaldi af skráningu fyllir einstaklingur út spurningarlista um sjálfan sig og líkamsástand. Einnig sér einstaklingur sjálfur um mælingar í upphafi og enda námskeiðis út frá leiðsögnu og tekur mynd af sér. Út frá þessum gögnum vinnum við sérsniðna matar- og æfingaráætlun með myndböndum af öllum þeim æfingum sem skal framkvæma.
Vikulega skal skilað inn stöðumati um það hvernig vikan gekk, staða á þyngd, hver markmið séu fyrir komandi viku og svo frv. Innifalið er aðhald og stuðningur ásamt svörum við öllum þeim spurningum sem kunna að vakna á meðan á þjálfun stendur.
Í fjarþjálfun er einnig hægt að æfa einn síns liðs eða með félögum. Verðið er einnig breytilegt eftir því. Fjarþjálfun miðast við 6 vikur.

ATH það er undir einstaklingi sjálfum komið að nýta sér þjálfunaráætlanir sem gefnar eru og skila inn vikulegu stöðumati.

Aðhaldspakki

Aðhaldspakkinn hentar þeim sem vilja ekki ráðgjöf varðandi hreyfingu og æfingar heldur einungis ráðgjöf varðandi mataræði og breyttan lífstíl.

Í upphafi og enda námskeiðis hittir þjálfari einstaklinginn og tekur á honum fitu- og ummálsmælingar. Einstaklingur fær sérsniðna mataráætlun til að fylgja og skilar vikulega inn stöðumati ásamt matardagbók sem þjálfari fer yfir og gefur athugasemdir. Innifalið er einnig aðhald, stuðningur og svör við öllum þeim surningum sem kunna að vakna á meðan á þjálfun stendur. Aðhaldspakkinn miðast við 4 vikur.

ATH það er undir einstaklingi sjálfum komið að nýta sér þjálfunaráætlanir sem gefnar eru og skila inn vikulegu stöðumati.

 

Mataráætlun

Einnig bjóðum við upp á stök matarplön. Þjálfari setur þá upp sérsniðið matarplan að einstaklingi en ekkert aðhald og eftirfylgni er innifalið í því.