Þú átt eitt líf.. Veldu Fitlíf

Umsagnir

 

 

Sigurður Ágústsson

Þegar ég tók ákvörðun um að breyta um lífstíl fyrr á þessu ári ákvað ég strax að hafa samband við Elmar því ég hafði heyrt að hann væri frábær þjálfari. Ég komst nú ekki alveg strax að hjá honum þannig að ég byrjaði bara sjálfur að fikra mig áfram í ræktinni til að byrja með. Elmar hafði síðan samband við mig um leið og það losnaði pláss og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa beðið. Það er þvílíkur metnaður á öllum prógrömmum hjá Elmari sem hefur skilað sér í frábærum árangri hjá mér. Þvílíkur munur sem það var að fá þetta aðhald og þennan stuðning. Elmar og Antíta taka alltaf á móti manni með brosi á vör, eru áhugasöm, ákveðin og þvílíkir fagmenn fram í fingurgóma. Ég mæli hiklaust með þeim báðum, takk fyrir mig!


Ásta Berglind

Áður en ég kom í þjálfun hjá Anítu og Elmari þá var ég búin að vera svo lengi að reyna komast í mitt besta form en ekkert gekk. ég loksins ákvað að láta af því verða að fara til þeirra í þjálfun sem ég var lengi búin að vera spá í. Og það er án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið, þau eru frábær, gerðu flott prógram og matar prógram fyrir mig sem mér fannst gott að fara eftir og var ekki of erfitt en sammt krefjandi. Ég náði mjög góðum árangri strax á fyrstu mánuðum og þau kenndu mér svo mikið um heilbrigt mataræði sem er ómetanlegt . Mæli eindregið með þeim! (Ásta hefur verið í þjálfun líklega frá upphafi, síðan 2013-2014).


Hjördís Inga

Ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Anítu í upphafi þessa árs og árangurinn sem ég hef náð á þessum stutta tíma er hreint út sagt ótrúlegur. 
Ég hefði aldrei geta náð honum ef ekki hefði verið fyrir þau tvö. Hver einasta æfing er krefjandi, erfið og ótrúlega skemmtileg. Það hefur ekki enn komið sá dagur að ég labba ekki dauðþreytt en brosandi út af æfingu hjá henni. Hvatningin sem þau veita manni er hreint út sagt ómetanleg. 
Ég er hvergi nærri hætt og þau munu sko ekki losna við mig á næstunni
Ég mæli svo sannarlega með Anítu og Elmari, þau eru hreint út sagt yndisleg!
Takk fyrir allt


Ólafur Andri Guðmundsson

Við hjónin erum búin að vera 6 vikur í einkaþjálfun hjá honum Elmari. Þessar sex vikur hafa verið gríðarlega skemmtilegar og árangurinn verið góður. Við höfum unníð með hjálp Elmars að okkar markmiðum, sem voru í þessu tilviki að léttast og styrkjast. Elmar er gríðarlega fær á sínu sviði, áhugasamur og leggur sjálfur gríðarlegan metnað í að þjálfunin takist vel. Hann ýtir vel við manni en er hress og skemmtilegur um leið. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og er það Elmari þakka. Mælum klárlega með Elmari og Anítu. (Hann er enn í þjálfun 2 árum síðar og Bylgja konan hans hefur einnig verið með undanfarin ár en er nú nýbúin að eignast barn) J

 

Fannar Örn Kolbeinsson

Ég fór inn í fjarþjálfun hjá þeim í þeim tilgangi að koma mér í alhliða betra form. Á þeim tíma sem ég var hjá þeim var vel fylgst með manni og hannað prógram algjörlega eftir mínum þörfum. Mataræðið tekið í gegn sem og æfingarnar. Árangur sést á myndum og "fyrir og eftir" myndir ljúga ekki. Það sá ég á sjálfum mér mjög fljótt. Ég mæli eindregið með þeim í fjarþjálfun.


Valþór Ingi Einarsson

Var í rúmt ár í fjarþjálfun hjá Elmari og Anítu og hef aldrei verið í betra formi en eftir það. Mæli eindregið með þjálfun hjá þeim og ef hægt væri að gefa fleiri stjörnur myndi ég ekki hika við það. Elmar og Aníta vita klárlega hvað þau eru að gera og gera það 100%.


Birgir Freyr

Ég var í þjálfun hjá Elmari í um 5 mánuði og hef ekkert nema gott að segja. Prógrömmin voru flott og alltaf sniðin að mínum markmiðum, mataræðið hef ég alltaf átt erfitt með en Elmar hjálpaði mér að skipuleggja mig betur. Ég náði markmiðum mínum og stærsta ástæðan er hversu mikinn áhuga Elmar hafði á að hjálpa manni, við töluðum saman reglulega og fórum yfir hverja viku fyrir sig.


Birgitta Rún

Þau eru alveg mögnuð! Fylgja manni alveg eftir og hafa mikinn áhuga á því hvernig manni gengur. Svo eru þau rosalega hvetjandi og með skemmtileg prógröm. Mæli 100% með þeim og þau vita alveg uppá hár hvað þau eru að gera!


Jónína Ósk

Ég hef verið inn og út af líkamsræktarstöðvum í gegnum árin en aldrei fundið þessa gleði eða þörf fyrir að mæta sem svo margir tala um. Ég ákvað að prufa eina ferðina enn eftir allt of langa sófalegu og snéri mér til Anítu og Elmars. Þau eru frábær. Frá fyrsta degi hafa þau hvatt mig áfram, komið með krefjandi og skemmtilegar æfingar, frætt mig og kennt ótrúlega mikið. Þau eru fagleg, með fjölbreyttar æfingar og leggja sig fram við að kenna manni réttar aðferðir og láta manni líða vel. Í dag finnst mér gaman að mæta og takast á við æfingar dagsins, kem brosandi á æfingu og fer brosandi af æfingu og vil ekki missa einn dag úr. Ég fann strax mikinn mun á mér og held ótrauð áfram. Ég mæli hiklaust með Anítu og Elmari.


Guðrún Ósk

Ég mæli 100% með þjálfuninni! Ég steig mín fyrstu skref í ræktinni með þeirra hjálp og losaði mig við rúm 15 kíló. Þau vita nákvæmlega hvað þau eru að gera! Ég var eins og lítill krakki að fá pakka í hvert sinn sem ég fékk nýtt prógram því mér fannst þau svo skemmtileg og sá auðvitað svo mikinn mun :)!!


Magdalena Ósk

Ég leitaði til Elmars og Anítu þegar ég var að byrja að fikta við að fara í ræktina, hafði aldrei neitt gaman af því að fara í ræktina áður og fannst það eiginlega kvöð. En það var ekki case'ið þegar ég fékk fyrsta prógrammið frá þeim, þau greinilega leggja mikla vinnu í að búa til prógrömm sérsniðin markmiðum hvers einstaklings og ekki skemmir fyrir hvað prógrömmin eru fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Hef nokkrum sinnum fengið prógrömm hjá þeim og eru þau hvert öðru skemmtilegra og er ekkert skrítið að ég leita alltaf til þeirra aftur. Þau eru rosalega viðkunnaleg og svara skjótt og ítarlega ef maður hefur einhverjar spurningar! Mér finnst þau æði, enda mæli ég með þeim við hvern sem spyr um þjálfara 🙂


Davíð Kári

Aníta og Elmar eru algjörir fagmenn og ég hef ekki séð jafn mikið dedication hjá neinum eins og þeim. Ég var hjá Elmari í nokkra mánuði og ég rauk upp í öllu og var löngu búinn að ná markmiði mínu áður enn við kláruðum. Þetta yndislega vel gefna fólk veit nákvæmlega hvað það er að tala um og ef þú ert að íhuga að fara í þjálfun þá ertu mætt/ur á réttan stað.


Pála Katrín

Frábær prógröm og en frábærari þjálfarar! Æfingarprógrömin eru stútfull af mjög krefjandi en samt mjööög svo skemmtilegurm æfingum sem sýna heldur betur árangur í endan. Aníta og Elmar fylgst vel með manni og hvort maður sé ekki að standa sig og gera æfingarnar rétt. Ef spurningar vakna eiga þau svör við öllu og eru ekki lengi að svara. Mæli hiklaust með þeim!


Þórunn Ólafs

Yndislegt að vera í þjálfun hjá Anítu og Elmari. Skemmtileg og krefjandi æfingarprógrömm og fjölbreytt og girnileg matarprógrömm. Mikill stuðningur og alltaf hægt að hafa samband við þau til að fá svar við spurningum eða bara til að fá pepp því þau svara um leið og þau sjá skilaboðin sem er frábært ! Get ekki sagt annað en að þessir þjálfarar fái 5 stjörnur frá mér og mæli ég hiklaust með þeim


Ásta Berglind

Vorið 2014 ákvað ég að fara í einkaþjálfun hjá Anítu. Þá var ég búin að reyna svo lengi að komast í betra form en ekkert gekk. Loksins ákvað ég að slá til eftir langa umhugsun, það var án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið. Elmar og Aníta eru frábær, gera flott æfingar- og matarprógröm sem mér fannst gott að fara eftir, ekki of erfitt en samt krefjandi. Ég náði mjög góðum árangri strax á fyrstu mánuðum og svo kenndu þau mér mikið um heilbrigt mataræði sem var ómetanlegt. Eftir einkaþjálfunina fór ég í framhaldi í fjarþjálfun sem ég er búin að vera í síðan þá, eða í 4 ár. Ég tók eina meðgöngu þar inní, og jafnvel eftir hana hef ég aldrei verið í betra formi en ég er í dag. Aníta gerði gott prógramm sem ég fór eftir á meðgöngunni og svo hjálpaði hún mér að komast í gang eftir fæðingu. Aníta og Elmar eru fagfólk með mikla þekkingu og eru ofboðslega peppandi og skemmtileg! Mæli eindregið með þeim J